fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Pressan
Föstudaginn 27. júní 2025 12:07

The owner of Eternal Energy Healing and Wellness, Kessley Ham,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kessley Ham, 39 ára eigandi nuddstofu í borginni Perth í Ástralíu, hefur gripið til þess örþrifaráðs að útiloka karlmenn frá stofunni.

Ástæðan er sú að karlkyns viðskiptavinir stofunnar hafa ítrekað sýnt af sér óviðeigandi hegðun. Eftir að hafa fundað með samstarfskonum sínum á nuddstofunni var sú ákvörðun tekin að hér eftir verði einungis konur og trans konur afgreiddar.

News.com.au fjallar um þetta.

Kessley segir að í síðustu viku hafi tvær samstarfskonur hennar haft orð á því hversu margar óviðeigandi fyrirspurnir komu frá körlum í gegnum vefsíðu nuddstofunnar. Þar voru karlar að spyrja hvort þeir mættu vera naktir á nuddbekknum og hvort boðið væri upp á svokallað sensual-nudd þar sem áhersla er lögð á nána og kynferðislega örvandi snertingu.

„Þær sögðu mér síðan hvað þær höfðu upplifað í nuddherbergjunum og þá var mér brugðið” segir Kessley og bætir við að báðar höfðu upplifað ýmislegt óþægilegt í störfum sínum. Óþægilegar athugasemdir til dæmis, jafnvel kynferðislegt tal eða stunur.

„Á þessu augnabliki hugsaði ég með mér að ég yrði að grípa til aðgerða. Öryggi starfsfólks míns er í fyrsta sæti og það á engum að líða óþægilega í vinnunni,“ segir hún.

Eftir að nuddstofan deildi þessum breytingum á Instagram-síðu sinni segir Kessley að viðbrögðin hafi almennt verið góð og þá sérstaklega frá konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
OSZAR »