fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Indriði bendir á hvernig SFS reynir að ýkja veiðigjaldahækkunina með reiknibrellum – „Breytir það miklu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem og stjórnarandstaðan á Alþingi hafa farið mikinn undanfarið í baráttu sinni gegn hækkun veiðigjalda. Meðal annars er því haldið fram að hækkunin sé svo gríðarleg að hún muni keyra útgerðir í þrot þar sem gjaldbyrðin tvöfaldist. Indriði Þorláksson hagfræðingur segir þó að framsetning SFS byggi á röngum forsendum og áróðri. Þetta kemur fram í pistli hans hjá Heimildinni í dag.

Indriði bendir á að í auglýsingum SFS séu veiðigjöld borin saman við reikningslegan hagnað og staðfest að þau muni verða 70-100% af honum.

„Sú niðurstaða fæst m.a. með því að líta fram hjá því að í reikningum margra stórra útgerðarfyrirtækja eru tekjur vantaldar með því að nota umsamið verð í stað markaðsverðs. Er það leiðrétt í frumvarpi til laga um veiðigjöld. Til að meta raunverulega afkomu þarf einnig að gera þá leiðréttingu á reikningum fyrirtækjanna. Breytir það miklu og afhjúpar haldsleysi auglýsingar SFS.“

Þessi verðleiðrétting sé eina breytingin sem frumvarpið geri á útreikningi á stofni veiðigjalda. Þar með bendir Indriði á að það sé ekki hægt að skoða hækkuð veiðigjöld í samhengi við tekjur sjávarútvegsins undanfarið, því tekjurnar byggi á öðru verði. Uppreikna þurfi tekjurnar í samræmi við nýja reikniaðferð til að fá raunverulega mynd af því hvaða áhrif hækkun veiðigjalda muni hafa.

„Staðhæfingar SFS eru að auki fræðilega ómögulegar. Samkvæmt skilgreiningu auðlindarentu og reiknireglu veiðigjalda geta þau sem hlutfall af hagnaði í atvinnugreininni í heild aldrei orðið jafnhá eða hærri en reiknireglan segir til um, þ.e. 33% skv. frumvarpinu. Hagnaðurinn er alltaf hærri en auðlindarentan sem er umframhagnaður. Lækki hagnaðurinn lækkar auðlindarenta og veiðigjöldin fyrst og hverfa áður en ávöxtun fjármagns fer að skerðast.“

Fullyrðingar SFS um yfirvofandi þrot útgerðarfyrirtækja byggi sömuleiðis á röngum forsendum, óleiðréttum tekjum og hagnaði. Auk þess sé frekar fáránlegt að halda því fram að atvinnugrein sem einkennist af miklum hagnaði fari á hliðina við „svolitla leiðréttingu“ veiðigjalda.

Indriði segir framsetningu SFS vera áróður sem takist þó ekki að fela þá staðreynd að útgerðin geti vel staðið undir veiðigöldunum.

„SFS hefur í baráttu sinni beitt áróðri og þrýstingi á íbúa og sveitarstjórnir á landsbyggðinni með fullyrðingum um að verið sé að skattleggja landsbyggðina og rýra tekjur íbúa og sveitarfélaga. Leikræn sviðsetning nær þó ekki til að fela þá staðreynd að það er eigendur stórútgerða sem bera veiðigjöldin að mestu leyti og að þar sem veiðigjöld hafa ekki áhrif á aflamagn, löndun og fiskvinnslu hafa þau hvorki áhrif á tekjur þeirra sem starfa við veiðar eða vinnslu né á tekjur sveitarfélaga þar sem afla er landað og hann unninn.“

Nánar má lesa um málið í ítarlegum pistli Indriða. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
OSZAR »