fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 15:49

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að vísa máli Guðmundar Karls Snæbjörnsson, sérfræðings í heimilislækningum, gegn Lyfjastofnun frá dómi. Þetta kemur fram í úrskurði dómstólsins sem birtur var á heimasíðu hans fyrir stundu.

Synjað fjórum sinnum

Guðmundur Karl höfðaði málið gegn Lyfjastofnun í mars á þessu ári en hann freistaði þess að fá úrskurð heilbrigðisráðuneytisins,  um bann við að ávísa ormalyfinu Ivermectin til Covid-sjúklinga, felldan úr gildi.

Í úrskurðinum kemur fram að Guðmundur Karl hafi fjórum sinnum um mitt ár 2021 óskað eftir leyfi til að framvísa Ivermectin-lyfinu í 3 mf töfluformi til skjólstæðinga sem meðhöndlun gegn Covid-19 sjúkdómnum og í öll skiptin verið synjað um það.

Ávísaði sjálfum sér lyfinu

Áður hafði Guðmundur Karl ávísað sjálfum sér lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómnum.

Lyfjastofnun veitti Guðmundir Karli ekki leyfi fyrir því að ávísa Ivermectin meðal annars á þeim grundvelli að það sé aðeins samþykkt sem meðferð gegn þráðormasýkingu í meltingarvegi, sem meðferð vegna forlirfa í blóði og vegna kláðamaurs. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti þann úrskurð og því höfðaði Guðmundur Karl málið.

Ítarlegan dóm málsins geta lesendur kynnt sér hér en ákvörðun dómstólsins var að vísa málinu frá dómi sem og að fella niður málskostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu
OSZAR »