fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

„Það er kominn tími til að hrista aðeins upp í fasteignamarkaðinum“

Fókus
Þriðjudaginn 24. júní 2025 10:51

Snæþór Bjarki Jónsson og Alexander Ágúst Mar Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Ágúst Mar Sigurðsson og Snæþór Bjarki Jónsson voru að stofna fyrirtækið Eignasýn sem sérhæfir sig í myndbandsþjónustu fyrir seljendur fasteigna.

„Við hjá Eignasýn viljum ekki bara bæta við þjónustu, heldur búa til nýja upplifun á fasteignamarkaðnum. Markmiðið er að eignir í sölu dreifist víðar, veki sterkari viðbrögð og fangi fleiri augu. Við viljum því marka okkur sérstöðu með því að bjóða upp á hágæða myndbandsupptökur, faglega framsetningu og áhrifaríka miðlun á bæði heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum,“ segir Alexander í samtali við DV.

„Það er kominn tími til að hrista aðeins upp í fasteignamarkaðinum og prófa nýjar leiðir. Í stað þess að kyrrstæðar ljósmyndir tali fyrir heilar eignir, leggjum við áherslu á að fanga andrúmsloft, flæði og stemningu. Við erum að segja sögur, vekja tilfinningar og lýsa nærumhverfi – ekki bara sýna hrátt rými.“

„Markmiðið er einfalt“

„Flestir greiða nú þegar fyrir ljósmyndun þegar fasteign fer í sölu. Sú birting fær gjarnan einhverja þúsund smelli. En hvað ef aðeins hærri fjárfesting í myndbandsupptöku gæti aukið líkurnar á að eignin seljist hraðar og á betra verði?“ segir Alexander og bætir við:

Með krafti myndbanda og samfélagsmiðla nær eignin til fleiri. Viðskiptavinir fá eignir sínar auglýstar á miðlum Eignasýnar auk þess sem þeir fá efnið í hágæðum til eigin notkunar.

Við viljum styðja seljendur, fasteignasala og byggingaraðila með betri markaðssetningu. Jafnframt sækjumst við eftir samstarfi við fyrirtæki sem tengjast fasteignum með einum eða öðrum hætti sem vilja verða sýnileg í samhengi sem skiptir máli.

Eignasýn stefnir á víðtækt samstarf við fyrirtæki á fasteignamarkaðnum og fyrstu viðbrögð markaðarins hafa verið mjög jákvæð. Markmiðið er einfalt: Að hraða ferli fasteignaviðskipta og bæta upplifunina fyrir alla aðila.

Skoða vefsíðu Eignasýnar sem fór í loftið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
OSZAR »