fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júní 2025 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Vorstjörnunnar, sem er eitt þeirra félaga sem tengjast Sósíalistaflokknum, verður haldinn kl. 17:30 í dag. Gunnar Smári Egilsson hvetur samherja sína til að mæta á fundinn og verjast yfirtökutilraun nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins yfir félaginu.

Gunnar Smári segir að hætta sé á því að fjölmiðillinn Samstöðin loki í kvöld ef yfirtökufólkið nær völdum í Vorstjörnunni. Gunnar Smári segir í löngum Facebook-pistli:

„Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar. Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“

Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
OSZAR »