fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 16:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands segir finnska landsliðið líta svo á að það verði að hafa betur gegn Stelpunum okkar í fyrsta leik á EM á morgun.

Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Kom hann þar inn á að fólkið í kringum finnska liðið hafði fagnað þegar það dróst gegn Íslandi, en í riðlinum eru einnig Noregur og Sviss.

Á blaðamannafundi fyrr í dag töluðu fulltrúar finnska liðsins um að íslenska liðið væri sigurstranglegra fyrir leik morgundagsins.

„Það er ekkert óeðlilegt að tala þannig ef við horfum í stöður og það sem á undan hefur gengið. En finnska liðið er gott og mjög vinnusamt. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta er tálsmáti sem þær nota en ég veit að þær horfa í það að verða að vinna þennan leik á morgun.“

Hvað leikinn sjálfan og markmið Íslands varðar var Þosteinn skýr í svörum.

„Þetta eru bara þrír leikir svo þeir skipta allir gríðarlegu máli. Fyrsti leikur skiptir miklu máli upp á framhaldið. Við munum gera allt til að vinna þennan leik en svo sjáum við til hvað kemur úr því. Fyrsti leikur er alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn fyrir framhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
OSZAR »